Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nýtt ár nýjir tímar?

Hvað ber nýtt ár í skauti sér? Erfitt er um það að spá en greinilegt er að miklar breytingar urðu á nýliðnu ári. Mótmæli gætu farið að verða herskárri því greinilegt er að mótmælendur eru hættir að bera virðingu fyrir lögreglu eins og svo glögglega kom í ljós á "kryddsíldarmótmælunum". Kannski getum við átt von á miklum slagsmálum milli mótmælenda og lögreglu ef framhaldið verður á þessa leið.

Stjórnmálamenninrnir okkar sem sitja á Alþingi verða líklega að taka sig á og hætta ákvörðunarfælni sinni gagnvart ESB og evru, finnst alltaf jafn fáránlegt þegar kjörnir fulltrúar (hversu ánægð sem við erum með þau) ræða um að leita til þjóðarinnar með spurningum sem þingmenn eiga að svara sjálfir! Þeir eru kjörnir til þess og fá greidd ágætis laun. Auðvitað á að fara af stað í aðildarviðræður við Evrópusambandið og reyna að fá sem best skilyrði fyrir inngöngu, síðan má hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þá kosti sem okkur standa til boða að aðildarviðræðum loknum! Við vitum ekkert um það á hvaða forsendum okkur bíðst innganga fyrr en eftr umsókn og aðildarviðræður.

Held annars að árið 2009 verði erfitt mörgum og því miður virðist sem "almenningur" sé enn og aftur þeir sem þurfa að borga brúsann!... amk virðist það augljóst á aðgerðum ríkisstjórnarinnar.


Hversdagsbláminn...

Taldi textann í Hversdagsblámanum eiga ágætlega við fyrr á árinu, kannski einhver spádómsgáfa sem leynir sér í genunum....

Hér er flutningur The Lame Dudes á Hversdagsblámanum í Clarks skóbúðinn á Menningarnótt 2008

 

HVERSDAGSBLÁMINN

“Hversdagsbláminn, hversdagsbláminn, hversdagsbláminn
Þetta er hversdagsbláminn”

Frá degi til dags, frá morgni til sólarlags,  er lífið oft puð
- nú þarf  hagkerfið stuð
Króna í frjálsu floti, háð næsta verðbólgu skoti , er verðmæt meir ei
- fallvallt er þjóðarfley

“Hversdagsbláminn, hversdagsbláminn, hversdagsbláminn
Þetta er hversdagsbláminn”

Verð vara vaxandi fer, evran dýrari er, launin rýrari enn
- fyrir vinnandi menn
Ráðalausir ráðamenn, skyldu þeir gefast upp senn, nú virk’ ei hagstjórnartól
-    senn fer lækkandi sól

“Hversdagsbláminn, hversdagsbláminn, hversdagsbláminn
Þetta er hversdagsbláminn”

Heimili í tangarhaldi, ætli bankar því valdi, með allra hæstu gjöldum
                    - bæði séðum og földum
Ráðherrar ráð,  segir  öll vandræði í bráð “leysist ábyggilega”
-    á landinu óbyggilega

“Hversdagsbláminn, hversdagsbláminn, hversdagsbláminn
Þetta er hversdagsbláminn”

(Lag og texti: Hannes Birgir Hjálmarsson)


Skal vi til København igen?

Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvað gerist i framtíðinni.

Endar Ísland inni í danaveldi að nýju? Eða náum við að komast fram úr þessum kröggum standandi í báða fætur?Spilað fyrir pening á Ráðhústorgi

Erfiðast held ég að verði fyrir Ísland að halda trúverðugleika á erlendri grundu - mismunandi og röng skilaboð dag eftir dag frá stjórnmálamönnum og seðlabankanum geta ekki ýtt undir ímynd landsins á erlendri grundu.

Greinilegt að "eftirliti" með "fjárfestingum" banka og eigenda þeirra hefur verið ábótavant undanfarin ár og nú bara spurning hvort spilaborgin hrynji ansi hratt þegar fyrsta spilið fer að falla. Hver dómínó-áhrifin verða verður athyglisvert að sjá: fyrirtækin eiga hvert í öðru með "pappírs" hlutabréfum; allt frá fjármálafyrirtækjum til matvöruverslana og allt þar á milli. Kannski "lágvöruverslanir" heyri fortíðinni til eftir nokkur misseri, einhversstaðar verða að koma tekjur inn fyrir eigendur þessara fyrirtækja og verður ekki einfaldast fyrir þá að hækka verð á nauðsynjum nú þegar ekki fást lán fyrir frekari "pappírsviðskiptum" í fyrirtækjum um víða veröld?

Á meðan situr "meðal jóninn" (eða Hannesinn) og veltir því fyrir sér hvað sé framundan og hvort dönskukennslan eigi á endanum eftir að hafa eitthvað raunverulegt gildi í náinni framtíð....

"Min farfar drikker sødmelk..."

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband