The Lame Dudes' Annual Jukejoint Festival 2010

The Lame Dudes' Annual Jukejoint Festival verður haldið í fimmta árið í röð, laugardaginn 20. nóvember á Bar Gallery 46, Hverfisgötu 46, 101 Reykjavík. Hátíðin hefst kl. 21.00 og stendur frameftir kvöldi meðan hljómsveitarmeðlimum Lame Dudes endist orka til.
slide1_1042454.jpgAð venju mæta nokkrar hressar hljómsveitir til leiks og að þessu sinni munu eftirtaldir taka þátt: Jakob Viðar trúbador, Ómagar, Strákarnir hans Sævars, Brimlar og Blúsband J.B.
Hátíðin er í raun tvískipt þar sem fyrri hluti er í meira í tónleika formi en er líða tekur á kvöldið dusta Lame Dudes af gömlum blús og rokk standördum og leika fyrir trylltum dansi!
Í tilefni af fimm ára afmæli Jukejoint Festivalsins verður frítt inn en Lame Dudes muna taka við framlögum í "upptökusjóð" en eftir áramótin mun hljómsveitin fara í stúdíó og fullvinna "Hversdagsblámann" til útgáfu.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband