8.10.2008 | 21:20
Skal vi til København igen?
Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvað gerist i framtíðinni.
Endar Ísland inni í danaveldi að nýju? Eða náum við að komast fram úr þessum kröggum standandi í báða fætur?
Erfiðast held ég að verði fyrir Ísland að halda trúverðugleika á erlendri grundu - mismunandi og röng skilaboð dag eftir dag frá stjórnmálamönnum og seðlabankanum geta ekki ýtt undir ímynd landsins á erlendri grundu.
Greinilegt að "eftirliti" með "fjárfestingum" banka og eigenda þeirra hefur verið ábótavant undanfarin ár og nú bara spurning hvort spilaborgin hrynji ansi hratt þegar fyrsta spilið fer að falla. Hver dómínó-áhrifin verða verður athyglisvert að sjá: fyrirtækin eiga hvert í öðru með "pappírs" hlutabréfum; allt frá fjármálafyrirtækjum til matvöruverslana og allt þar á milli. Kannski "lágvöruverslanir" heyri fortíðinni til eftir nokkur misseri, einhversstaðar verða að koma tekjur inn fyrir eigendur þessara fyrirtækja og verður ekki einfaldast fyrir þá að hækka verð á nauðsynjum nú þegar ekki fást lán fyrir frekari "pappírsviðskiptum" í fyrirtækjum um víða veröld?
Á meðan situr "meðal jóninn" (eða Hannesinn) og veltir því fyrir sér hvað sé framundan og hvort dönskukennslan eigi á endanum eftir að hafa eitthvað raunverulegt gildi í náinni framtíð....
"Min farfar drikker sødmelk..."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já frændi, þú getur þá a.m.k. unnið fyrir þér með því að spila á gítar á Strikinu ..... ég gæti kannski samið með þér texta og svo gætum við stofnað Rauða kross kórinn og þá verður vonandi óhætt að syngja á íslensku .... er ekki viss um að ég vildi gera mikið af því í Bretlandi eða Danmörku í dag....
Herdís Sigurjónsdóttir, 10.10.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.