1.7.2008 | 21:08
Krefjandi æfingabúðir í New Jersey
Valsstrákarnir hafa hafið þátttöku á Hall of Fame Basketball Camp og eru að standa sig afar vel.
Um helgina áður en búðirnar hófust var hópnum skipt í tvennt og leiknir æfingaleikir á laugardag og sunnudag þar sem leikið var gegn fjórum úrvalsliðum frá New Jersey.
Á sunnudag fór hópurinn til New York og skoðaði sig meðal annars um á Times
Square þar sem við héldum upp á afmæli Hjalta.
Búðirnar sjálfar hófust síðan á mánudagsmorgun og eru strákarnir búnir að
taka verulega vel á því þar. Allur aðbúnaður er hinn besti í búðunum,
þjálfarar víðsvegar úr heiminum og sjúkraþjálfari sem sinnir öllum kvillum
og meiðslum leikmanna.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2008 | 20:42
Lárus Blöndal loks í Celtics búning!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 10:00
Styttist í BNA ferð Valsdrengja-Verkfall flugumferðastjóra
Verð fararstjóri í ferð 9.-10. flokks Vals í körfu drengja. Förum út í fyrramálið - flug 10.30 ef allt fer samkvæmt áætlun. Hef þó mestar áhyggjur af því að þurfa að sitja í langan tíma í Leifsstöð ef af verkfalli flugumferðastjóra verður! Finnst þeir reyndar vera með ágætis laun - ekki satt?
Strákarnir hafa æft stíft undanfarinn vetur og staðið í fjáröflunum eins og venja er fyrir svona ferðið - dósasöfnun, maraþon æfing (myndin var tekin þá), sala á vinsælustu pappírum í heimi - salernis og eldhúss!
Verð með fréttir af strákunum næstu dag...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 16:31
Opnun bloggsíðunnar!
Jæja, þá hef ég látið verða af því að opna bloggsíðu - það er víst varla annað hægt í dag þar sem allir verða að hafa skoðanir á sem flestu.
Get vonandi sett hér niður af og til einhverjar vitrænar pælingar og skoðanir á öllum þeim áhugamálum sem ég þykist hafa.
Vonandi geta einhverjir lesið hér eitthvað af og til sér til gagns og -aðallega- gamans.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)