Færsluflokkur: Íþróttir
8.9.2008 | 19:37
Þrítugasta og fimmta blóðgjöfin!
Fékk upphringingu í morgun frá Blóðbankanum þar sem þörf var á blóðinu mínu!
Skellti mér í Blóðbankann og gaf blóð - kom þá í ljós að ég var að gefa í 35. skipti!

Fékk forláta barmnælu í tilefni dagsins!Hvet alla til að gefa blóð sem það geta...þörfin er mikil.

Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 10:00
The Lame Dudes á Norður Víkingi
The Lame Dudes spiluðu fyrir hóp hermanna og starfsmanna Varnarmálastofnunar á "base-num" (gamla NATO svæðið) sl. föstudag. Skemmtileg uppákoma þar sem nokkrir gesta skelltu sér í söng með hljómsveitinni og að lokum komu 3 hermannanna og jömmuðu við "Little Wing" í dágóða stund.
Ánægjulegt kvöld - svona líkt og að spila á Bob's Country Bunker sans chickenwire!
Kobbi átti ekki heimangengt en Kristinn Kristjánsson leysti hann af á bassa.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 11:30
Hraðmót Vals og Reebok 2008
Þá er körfuknattleiksvertíðin að hefjast og eins og undanfarin 17 ár hefjast herlegheitin með Hraðmóti Vals sem er styrkt af Reebok í ár.
Á mótið í ár mæta 8 lið og verður leikið í tveimur riðlum laugardag og sunnudag.
Úrslitaleikurinn verður síðan á sunnudeginum
7. september kl. 16.00
Hvet alla unnendur körfunnar að mæta í Vodafonehöllina að Hlíðarenda og sjá upphaf körfuknattleiksvertíðarinnar veturinn 2008-2009!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 23:09
Man. City stærsta félag á Bretlandseyjum!
Mikill hugur í nýjum eigendum "The Blues", Manchester City!
Ætla að gera félagið að stærsta félagi á Bretlandi hvorki meira né minna!
Kannski maður fari að plana ferð til Manchester að sjá leik!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 16:26
Vonandi...
Það yrði hreint frábært ef gömlu kempurnar í Led Zeppelin næðu að gefa út nýja skífu! Spennandi að sjá hvernig lagasmíðarnar hafa breyst við aukinn aldur og einnig hversu vel þeim gengur að blúsa komnir til ára sinna og moldríkir!
Kannski von á nýju meistaraverki, hver veit...vonandi!
![]() |
Led Zeppelin í hljóðveri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 10:30
Fyrsta Youtube myndbandið með The Lame Dudes
Jæja
Kom loks videoinu af tónleikunum í lagabúta, fyrsta lag eftirmiðdagstónleika the Lame Dudes á Menningarnótt "The Lame Dudes theme" má nú sjá á Youtube:
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 08:38
The Lame Dudes á Menningarnótt!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 15:40
Körfukappar heim...í bili.
ánægjulegar fréttir af þeim Jóni Arnóri og Jakobi - komnir heim í KR á ný, þótt aðeins verði eitt ár þá lífgar þetta svakalega mikið upp á úrvalsdeildina í vetur.
KR ingar hafa verið að gera afar skemmtilega hluti sl ár varðandi markaðssetningu á leikjum hjá sér og nokkuð ljóst að þeir félagar styrkja liðið verulega.
Til hamingju KR-ingar - held samt að þið getið ekki keypt kampavínið alveg strax!
(mynd fengin af www.karfan.is)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2008 | 15:18
Mel Gibson fær sér kaffi!
Erum við Íslendingar virkilega svona miklir smáborgarar! Mel Gibson greyið kemur hingað til lands og vísir.is hefur tal af nokkrum Íslendingum sem hafa annað hvort séð eða misst af því að hafa séð hann!
http://www.visir.is/article/20080725/LIFID01/25606261
Einhver var meira að segja í sömu vél og leikarinn!
Var þetta kannski dulin auglýsing fyrir Te og kaffi?
Annars er gott að vita að Jón Dalbú sóknarprestur í Hallgrímskirkju er staddur í fríi í Borgarfirði!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 11:12
Gúrkutíð í NBA
Jæja Posey farinn í NOH með 4 ára samning í vasanum (hvernig dettur þeim þetta í hug!).
Hann fær þá hringinn sendan eftir fyrsta leik Boston á næstu leiktíð!
Danny Ainge er að velta fyrir sér skiptum til að ná í Artest? Held ég vilji nú ekkert fá hann til Boston en hann myndi eflaust getað haldið sér á mottunni í köldu vetrarveðri New England!
Annars er gaman að fylgjast með nýliðunum í NBA summer league í Vegas - Mayo að spila vel og Love sterkari en margir áttu von á, þá virðist Galinari vera skemmtilegur leikmaður. Það verður gaman að fylgjast með þeim á næstu árum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)