Færsluflokkur: Íþróttir

Að loknum körfuknattleiksbúðum

Jæja, búðirnar búnar hjá strákunum og allir komust heilir heim! Þessi rúmlega vika sem við vorum í BNA var ansi skemmtileg og lærdómsrík fyrir strákana sem stóðu sig virkilega vel í ferðinni. Fimm Sæbi kvaddurdagar frá 9-21 á hverjum degi er náttúrulega töluverður körfubolti en greinilegt að strákarnir hafa  ekki fengið sig fullsadda af boltanum ennþá og voru komnir út í körfu daginn eftir heimkomu!

Sæbi sem hefur verið þjálfari strákanna undanfarin ár er að fara yfir til Blikanna að þjálfa og kvöddu strákarnir hann með virktum síðasta kvöldið í ferðinni. Þeir árituðu allir körfubolta og gáfu honum með þökkum fyrir samveru og samvinnu undanfarin ár.

Nú er bara að vona að strákarnir haldi áfram á sömu braut og fari að skila titlum til félagsins!


Dagur 2 í körfuknattleiksbúðunum

Stöðvaræfingar héldu áfram í gær og er gaman að sjá að Valsstrákarnir eru með flestar þessara æfinga á hreinu. Aðrir hópar virðast ekki ná að skilja alveg hvað þjálfararnir eru að segja þeim að gera enEysteinn tekur frákast íslensku strákarnir virðast skilja leiðbeiningarnar vel og framkvæma undantekningarlítið rétt.

Þjálfararnir hér hrósa Valshópnum í hástert fyrir æfingarnar og viðmót.

"Einn á einn" keppnin byrjaði í gær og náðu strákarnir allir að vinna leiki. enginn þeirra stóð sig þó eins vel og spænsk stúlka sem vann 15 leiki í röð á moti selpum og strákum, hún átti þó ekki roð í Eystein sem stöðvaði sigurgöngu hennar við mikinn fögnuð viðstaddra.

 "Þrír á þrjá" keppnin hefst í dag og verður gaman að fylgjast með gengi Valsstrákanna þar.


Krefjandi æfingabúðir í New Jersey

Valsstrákarnir hafa hafið þátttöku á Hall of Fame Basketball Camp og eru að standa sig afar vel.

Um helgina áður en búðirnar hófust var hópnum skipt í tvennt og leiknir æfingaleikir á laugardag og sunnudag þar sem leikið var gegn fjórum úrvalsliðum frá New Jersey.

Á sunnudag fór hópurinn til New York og skoðaði sig meðal annars um á Times
Square þar sem við héldum upp á afmæli Hjalta.

Búðirnar sjálfar hófust síðan á mánudagsmorgun og eru strákarnir búnir að
taka verulega vel á því þar. Allur aðbúnaður er hinn besti í búðunum,
þjálfarar víðsvegar úr heiminum og sjúkraþjálfari sem sinnir öllum kvillum
og meiðslum leikmanna.


Lárus Blöndal loks í Celtics búning!

Tókst loksins að fá Lárus í Celtics búning við dómgæslu í æfingabúðum Valstrákanna í New Jersey. Velkominn í hóp vitrænustu körfuknattleiksunnenda heims Lárus!

Styttist í BNA ferð Valsdrengja-Verkfall flugumferðastjóra

Verð fararstjóri í ferð 9.-10. flokks Vals í körfu drengja. Förum út í fyrramálið - flug 10.30 ef allt fer samkvæmt áætlun. Hef þó mestar áhyggjur af því að þurfa að sitja í langan tíma í Leifsstöð ef af verkfalli flugumferðastjóra verður! Finnst þeir reyndar vera með ágætis laun - ekki satt?

BNA farar Vals Strákarnir hafa æft stíft undanfarinn vetur og staðið í fjáröflunum eins og venja er fyrir svona ferðið - dósasöfnun, maraþon æfing (myndin var tekin þá), sala á vinsælustu pappírum í heimi - salernis og eldhúss!

Verð með fréttir af strákunum næstu dag...


Opnun bloggsíðunnar!

Jæja, þá hef ég látið verða af því að opna bloggsíðu - það er víst varla annað hægt í dag þar sem allir verða að hafa skoðanir á sem flestu.

Get vonandi sett hér niður af og til einhverjar vitrænar pælingar og skoðanir á öllum þeim áhugamálum sem ég þykist hafa.

Vonandi geta einhverjir lesið hér eitthvað af og til sér til gagns og -aðallega- gamans.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband