Hversdagsbláminn...

Taldi textann í Hversdagsblámanum eiga ágætlega við fyrr á árinu, kannski einhver spádómsgáfa sem leynir sér í genunum....

Hér er flutningur The Lame Dudes á Hversdagsblámanum í Clarks skóbúðinn á Menningarnótt 2008

 

HVERSDAGSBLÁMINN

“Hversdagsbláminn, hversdagsbláminn, hversdagsbláminn
Þetta er hversdagsbláminn”

Frá degi til dags, frá morgni til sólarlags,  er lífið oft puð
- nú þarf  hagkerfið stuð
Króna í frjálsu floti, háð næsta verðbólgu skoti , er verðmæt meir ei
- fallvallt er þjóðarfley

“Hversdagsbláminn, hversdagsbláminn, hversdagsbláminn
Þetta er hversdagsbláminn”

Verð vara vaxandi fer, evran dýrari er, launin rýrari enn
- fyrir vinnandi menn
Ráðalausir ráðamenn, skyldu þeir gefast upp senn, nú virk’ ei hagstjórnartól
-    senn fer lækkandi sól

“Hversdagsbláminn, hversdagsbláminn, hversdagsbláminn
Þetta er hversdagsbláminn”

Heimili í tangarhaldi, ætli bankar því valdi, með allra hæstu gjöldum
                    - bæði séðum og földum
Ráðherrar ráð,  segir  öll vandræði í bráð “leysist ábyggilega”
-    á landinu óbyggilega

“Hversdagsbláminn, hversdagsbláminn, hversdagsbláminn
Þetta er hversdagsbláminn”

(Lag og texti: Hannes Birgir Hjálmarsson)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband